top of page

Um Ljósmyndara

Gabriel Rutenberg 
Ljósmyndari

Skynbragð á smáatriði og tilfinningar eru eiginleikar sem mér eru í blóð bornir.

Ég vil að ljósmyndir mínar fangi tilfinningar og veki hughrif og miðli þeim áfram til áhorfandans.

Við töku mynda af fólki stuðlar áhugi og kímnigáfa að afslöppuðu andrúmslofti og fá viðfangsefnið til að opna fyrir þá einlægni og orku sem í því býr, sem er forsenda einstakrar myndar.

Þá skiptir engu hvort um er ræða tískuljósmyndir, portrett, myndir af fjölskyldum, fermingabörnum, smábörnum, brúðhjónum, umhverfis- eða stemningsportrett.

Auk þess nýt ég að mynda landslag – og fólk í landslagi – hvort sem er fyrir mig persónulega eða í atvinnuskyni.

Ég hef tekið myndir fyrir útgáfufyrirtæki eins og Icelandic Times, Land og sögu, Hugvit og hönnun og Jerúsalem Zoo. Auk þess hef ég stjórnað og tekið stuttmyndir. Ég útskrifaðist frá kvikmynda- og sjónvarpsdeild Hadasa háskólans í Jerúsalem (Cinema and TV, Hadasa college).

Síðan hef ég lokið framhaldsdiplómaprófi í ljósmyndun frá Tækniskólanum í Reykjavík.

2M0A8913.jpg
bottom of page